
Hefur þú velt því fyrir þér hvað þú borðar mikið af saltríkum vörum? Íslendingar borða meira af salti en mælt er með – en margir gera sér ekki grein fyrir því. Það er heilsufarslegur ávinningur af því að minnka saltneyslu því þannig má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Með því að svara þessum spurningum getur þú orðið meðvitaðri um saltvenjur þínar og fengið heilræði um hvernig þú getur minnkað saltneysluna.